Ferðaþjónusta að vetrarlagi er umhverfisvænni

JanúarDvöl í Kerlingarfjöllum að vetrarlagi þykir jafnast á við að vera norðarlega á Grænlandi eða jafnvel á heimskautasvæðum, fjarri mannabyggðum og erli kvunndagsins. Vetrargestirnir ganga á skíðum og þrúgum eða njóta bara á sinn hátt kyrrðar og náttúru.Dýrð norðurljósa yfir Kerlingarfjöllum er mikil og margbrotin, enda staðurinn fjarri mannabyggðum og rafljósum sem trufla sjónarspil náttúruaflanna á næturhimninum.

Ferðamennska að vetrarlagi er á vissan hátt umhverfisvænni en að sumarlagi, enda ganga gestir á snjó eða frosinni jörð og skilja sjaldnast eftir sig spor eða önnur ummerki í landinu. Vetrarferðamennskan eykur heldur ekki álag á hverasvæðinu.

Stefnt er að því auka rekstur í Kerlingarfjöllum í samræmi við eftirspurn. Að því kemur að endar ná saman og að þar verði þjónusta árið um kring.

febr