Kaflaskil urðu í ferðamennsku í Kerlingarfjöllum þegar Ferðafélag Íslands reisti þar skála á árunum 1937-1938.
Skálinn er nú hluti af Hálendismiðstöðinni og hefur verið endurnýjaður á allan hátt, inni sem úti.
Sumarið 2016 var lokið við að klæða FÍ-húsið að utan. Það er strax orðinn eftirsóttur dvalarstaður hestamanna, skólafólks og fleiri hópa sem vilja gista í svefnpokum í góðum húsum og sjá um sig sjálfir (hægt líka að fá leigð sængurföt).
Þeir sem kynnast FÍ-húsinu panta gjarnan gistingu þar þegar leiðin liggur í Kerlingarfjöll á nýjan leik!

Hallgrímur Árnason í Vík í Mýrdal og svissneska parið Brigit og Ivor lýstu stakri ánægju með gistingu í FÍ-húsinu í júlí 2016!